Lúxusvín marsmánaðar kemur frá fjölskyldufyrirtæki Sadi Malot. Vínhúsið var stofnað af Socrate Malot, en hann nefndi fyrirtækið eftir Sadi bróður sínum, sem fæddist daginn sem Sadi Carnot forseti Frakklands var myrtur. Sadi lést á vígvellinum í fyrri heimsstyrjöldinni. Í dag er það fimmta kynslóð Malot-fjölskyldunnar sem annast vínekrurnar sem eru við þorpin Villers-Marmery og Verzy, rétt sunnan við borgina Reims.
Vínekrurnar við Villers-Marmery flokkast sem Premier Cru, og þar ræktar Malot-fjölskyldan Chardonnay-þrúgur. Vínekrurnar við Verzy eru hins vegar flokkaðar sem Grand Cru – hæsti gæðaflokkurinn í Champagne – og þar eru ræktaðar Pinot Noir-þrúgur.
Vínið sem við færum ykkur að þessu sinni kallast Les Alouettes, eða Lævirkar (Lævirkar eru fallegir söngfuglar af þrastaætt). Þrúgurnar sem fara í þetta vín koma allar af samnefndri Premier Cru-vínekru í Villers-Marmery. Vínviðurinn þar er orðinn nokkuð gamall og gefur af sér mjög góðar þrúgur. Hér er á ferðinni hreint Chardonnay-vín – Blanc du Blancs – að stærstum hluta uppskera ársins 2017. Um 20% af víninu eru fengin úr „varavíni“ Sadi Malot. Varavínið er árgangsblanda („Solera“) sem var sett á stofn árið 2010 og er geymd í stórri eikarámu.
Að lokinni seinni gerjun er vínið látið liggja í 5 ár áður en botnfallið er hreinsað frá og korktappinn settur í.
Sykurmagnið í víninu er 5 g/L og vínið er því Extra Brut.
Vínið nýtur sín að sjálfsögðu vel eitt og sér, en við mælum með að þið prófið það með ljósu fuglakjöti í rjómasósu eða lúðu í smjörsósu
Fyrir lúðuna
4 lúðuflök (um 180-200 g hvert)
2 msk ólífuolía eða smjör
Salt og svartur pipar
1 sítróna (safi og börkur)
1 dl hvítvín (eða kampavín)
Beurre Blanc sósa
2 skalottlaukar (smátt saxaður)
1 dl hvítvín (eða kampavín)
2 msk hvítvínsedik (eða sítrónusafi)
1 dl rjómi (má sleppa, en gefur þykkari áferð)
150 g kalt smjör (skorið í litla bita)
Salt og hvítur pipar eftir smekk
1 msk fersk steinselja (valfrjálst)
Undirbúningur lúðunnar
Beurre Blanc sósa
Eldun lúðunnar
Frágangur og framreiðsla
Njótið með Sadi Malot Les Alouettes Premier Cru!