Copied to clipboard

Áhugaverð vínsmökkunarferð

Í febrúar sl. fórum við í innkaupaferð til Reims. Í þeirri ferð hittum við Tanya Morning Star, sem meðal annars er ein af fáum opinberum „sendiherrum“ fyrir Bourgogne og einnig fyrir Comité de Champagne. Fyrir utan að kenna okkur dauðlegum borgurum um leyndardóma og sögu ólíkra vínhéraða er hún oft að fræða vínblaðamenn og aðra fagmenn sem síðan færa þekkinguna áfram á veitingastaði og til okkar áhugafólksins. Hún býr í Seattle og hefur lengi skipulagt ferðir um vínhéruð Evrópu með sérstaka áherslu á Bourgogne fyrir áhugafólk. Nú í haust er Tanya með ferð til Bourgogne sem hljómar ótrúlega vel og við vildum vekja áhuga ykkar á þessu tækifæri.

Nánar um ferðina hér – https://www.cellarmuse.com/event-details/bourgogne-france-wine-food-tour-september-28-october-4-2025