Copied to clipboard

Lúxusvín mánaðarins í september 2025

Vín mánaðarins í september 2025 er Hervieux-Dumez Premier Cru Les Grains Blancs Nature

Vínhús Hervieux-Dumes er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1920. Henri Hervieux var í franska hernum í fyrri heimstyrjöldinni og var sendur til Champagne. Þar kynntist hann Juliette Dumez, en fjölskylda hennar hafði lengi stundað vínrækt í Sacy. Þau giftust og stofnuðu eigið vínhús árið 1920. Í dag sér fjórði ættliður fjölskyldunnar – Laurent, Clément og Timothée – um reksturinn og býflugurnar! Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni í ræktuninni og reynt að stuðla að fjölbreyttu lífríki á vínekrunum. Skordýraeitur eru ekki notuð heldur notast við náttúrulegar aðferðir til að vinna á skaðvöldum á borð skordýr. Býflugnabú er víða að finna á vínekrunum og við getum vottað að hunangið þeirra er dásamlegt!

Vínekrur Hervieux-Dumez, sem alls ná yfir tæplega 10 hektara, eru staðsettar við þorpin Sacy, Chamery, Ecueil og Ville-Domange – allt premier cru-þorp sem liggja hlið við hlið í norðvestur-horni Montagne de Reims.

 
 

 

 

Lúxusvín septembermánaðar er Blanc de Blancs kampavín frá Hervieux-Dumez. Chardonnay-þrúgurnar sem gefa af sér þetta vín koma af premier cru-vínekrum í Sacy og Chamery. Að lokinni seinni gerjun er vínið látið hvíla í 3 ár í kjallara Hervieux-Dumez (elsti hluti kjallarans er frá 17. öld!).

Engum sykri er bætt í vínið og það er því Brut Nature.

Vínið hefur frísklegan steinefnakeim og hentar vel sem fordrykkur en einnig með sjávarréttum sushi og carpaccio úr risahörpuskel.

Hörpuskel Carpaccio

Hráefni (fyrir 4):

  • 8 stórar risahörpuskeljar – ferskar eða hálffrosnar
  • 1–2 msk extra-virgin ólífuolía
  • 1 sítróna (má líka nota lime) – rífið börkinn fínt til að strá yfir, pressið safann úr sítrónunni
  • 1–2 msk granateplakjarnar eða perur (í örþunnum sneiðum) til að gefa lit og sætleika
  • Nýmalaður svartur pipar
  • Maldon salt eða annað gott sjávarsalt
  • Nokkur lítil græn lauf, t.d. dill, kóríander, basil eða klettasalat til skrauts

Aðferð:

  1. Undirbúningur
    • Ef hörpuskeljarnar eru fersker er best að setja þær í ísskáp í 20 mínútur – þá er auðveldara að skera þær mjög þunnt.
    • Notið mjög beittan hníf og skerðu hörpuskeljarnar í örþunnar sneiðar.
  2. Uppsetning
    • Raðið sneiðunum á diska.
    • Dreifið ólífuolíu og sítrónusafa yfir.
  3. Krydd og skraut
    • Stráið sjávarsalti og pipar yfir.
    • Setjið granateplakjarna eða örfínt skornar perur á fallegan hátt yfir hörpuskeljarnar.
    • Stráið fínt rifnum sítrónuberki yfir
    • Skreytið með smáum grænum kryddjurtum.
    • Berið fram strax, mjög kalt.

Njótið með Hervieux-Dumez Premier Cru Les Grains Blancs Nature