Árið 1900 var Louise Brison að rækta vínvið á nokkrum ekrum. Þetta var illa borgað strit en Louise þraukaði. Víngerðin dafnaði hægt, rólega og ekrunum fjölgaði og í dag ná vínekrur Louise Brison yfir tæplega 15 hektara. Árið 1991 varð stefnubreyting þegar barnabarn hennar, Francis Brulez, ákvað að gera eingöngu árgangskampavín (flestir framleiðendur gera árgangskampavín aðeins í góðu árferði). Þá eru öll vínin látin þroskast í eikartunnum áður en seinni gerjun hefst.
Í dag er það Delphine Brulez, barnabarnabarn Louise, sem heldur um taumana í vínhúsi Louise Brision. Delphine er annt um umhverfi sitt og ákvað árið 2017 að gera framleiðsluna lífræna og hlaut lífræna vottun árið 2020.
Vínekrur Louise Brison eru í Côte des Bars í suðurvesturhluta Champagne, nánar tiltekið í þeim hluta sem kallast Aube. Jarðvegurinn þarna er eins og í Chablis og það kemur greinilega fram í vínum frá þessu svæði.
Eins og áður segir þá eru öll vín Louise Brison látin þroskast í 9 mánuði á eikartunnum áður en þau eru blönduð, sett á flöskur og seinni gerjunin hafin. Kampavínin eru svo látin liggja a.m.k. 5 ár sur lie í kjallaranum áður en botnfallið er skilið frá og korktappinn settur í.
Lúxusvín nóvembermánaðar er Louise Brison Champagne L’Aube Brut Natur 2019. Vínið er gert úr þrúgunum Chardonnay (50%) og Pinot Noir (50%) og hefur, líkt og önnur vín frá Louise Brison, fengið 9 mánaða eikarþroskun og svo 5 ára geymslu eftir seinni gerjun.
Engum sykri hefur verið bætt við vínið og það er því Brut Natur.

Þessi uppskrift er frá Delphine Brulez, víngerðarkonu í vínhúsi Louise Brison. Hún sækir innblástur í norræna matargerð og segir þennan rétt passa fullkomlega með L’Aube Brut Natur 2019
Hráefni (fyrir 4):
Aðferð:
Njótið með Louise Brison Champagne L’Aube Brut Natur 2019