Copied to clipboard

Lúxusvín mánaðarins í nóvember 2025

Vín mánaðarins í nóvember 2025 er Louise Brison Champagne L’Aube Brut Natur 2019

 
 

 

 

Árið 1900 var Louise Brison að rækta vínvið á nokkrum ekrum.  Þetta var illa borgað strit en Louise þraukaði.  Víngerðin dafnaði hægt, rólega og ekrunum fjölgaði og í dag ná vínekrur Louise Brison yfir tæplega 15 hektara.  Árið 1991 varð stefnubreyting þegar barnabarn hennar, Francis Brulez, ákvað að gera eingöngu árgangskampavín (flestir framleiðendur gera árgangskampavín aðeins í góðu árferði). Þá eru öll vínin látin þroskast í eikartunnum áður en seinni gerjun hefst. 

 

 
 

 

 

Í dag er það Delphine Brulez, barnabarnabarn Louise, sem heldur um taumana í vínhúsi Louise Brision.  Delphine er annt um umhverfi sitt og ákvað árið 2017 að gera framleiðsluna lífræna og hlaut lífræna vottun árið 2020.

 

 
 

 

 

Vínekrur Louise Brison eru í Côte des Bars í suðurvesturhluta Champagne, nánar tiltekið í þeim hluta sem kallast Aube.  Jarðvegurinn þarna er eins og í Chablis og það kemur greinilega fram í vínum frá þessu svæði.

 

 
 

 

 

Eins og áður segir þá eru öll vín Louise Brison látin þroskast í 9 mánuði á eikartunnum áður en þau eru blönduð, sett á flöskur og seinni gerjunin hafin.  Kampavínin eru svo látin liggja a.m.k. 5 ár sur lie í kjallaranum áður en botnfallið er skilið frá og korktappinn settur í.

 

 
 

 

 

Lúxusvín nóvembermánaðar er Louise Brison Champagne L’Aube Brut Natur 2019.  Vínið er gert úr þrúgunum Chardonnay (50%) og Pinot Noir (50%) og hefur, líkt og önnur vín frá Louise Brison, fengið 9 mánaða eikarþroskun og svo 5 ára geymslu eftir seinni gerjun.

 
 

 

 

Engum sykri hefur verið bætt við vínið og það er því Brut Natur.

Ristaður humar með brúnuðu smjöri, norrænum kryddjurtum og súrsuðum gúrkum

Þessi uppskrift er frá Delphine Brulez, víngerðarkonu í vínhúsi Louise Brison.  Hún sækir innblástur í norræna matargerð og segir þennan rétt passa fullkomlega með L’Aube Brut Natur 2019

Hráefni (fyrir 4):

  • Skelflettur humar (um 500-600 grömm)
  • 80 g smjör
  • 1 matskeið olía
  • lítið dill-knippi
  • 1 matskteið timjan/blóðberg
  • Börkur af einni sítrónu
  • 1/2 agúrka
  • 50 ml eplaedik
  • 1 matskeið sykur
  • 1/2 teskeið salt
  • Nokkur rósapiparkorn
 
 

 

 

Aðferð:

  1. Súrsaðar agúrkur
    • Skerið agúrkuna í þunna strimla
    • Blandið saman ediki, sykri, salti og rósapipar
    • Hellið blöndunni yfir agúrkustrimlana og látið hvíla í 30 mínútur
  2. Humarinn
    • Bræðið smjörið á heitri pönnu þar til það brúnast lítillega og fær mildan hnetukeim.
    • Bætið olíu, dilli, timjan og sítrónuberki á pönnuna
    • Bætið humarhölunum á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur á hvorri hlið, ausið brúnuðu smjörinu yfir nokkrum sinnum.
  3. Framreiðsla
    • Látið vökvann renna af agúrkustrimlunum
    • Setjið humarhalana á 4 diska ásamt súrsuðum agúrkustrimlum
    • Dreyið brúnuðu smjörinu yfir diskana.
    • Stráið fínt rifnum sítrónuberki yfir
 
 

 

 

Njótið með Louise Brison Champagne L’Aube Brut Natur 2019