Lúxusvín desembermánaðar er sannkallaður fjársjóður! Vínið er framlag Duménil til Fjársjóðsklúbbs Champagne – Club Tresors de Champagne. Club Tresors var stofnaður árið 1971 af 12 rótgrónum fjölskylduvínhúsum í Champagne með það markmið að auka gæði í vínrækt og víngerð, auk þess að draga fram sérkenni hvers framleiðanda. Á hverju ári leggja meðlimir klúbbsins til árgangsvín sem þarf að standast tvö gæðapróf óháðra sérfræðinga – fyrir átöppun á flösku og áður en þau fara í sölu. Í dag eru 25 framleiðendur félagar í Club Tresors de Champagne.
Champagne Duménil er fjölskyldurekið hús í sem stofnað var árið 1874 í Chigny-les-Roses, í hjarta Montagne de Reims, þar sem Pinot Noir og Pinot Meunier fá einstaklega góð skilyrði. Húsið hefur verið rekið af sömu fjölskyldu í fimm kynslóðir. Í dag stýra henni Frédérique og Hugues Poret-Duménil, sem leggja áherslu á hefðbundna handverksvinnu, nákvæma vínrækt og gæði. Fyrir 10 árum fluttu þau sig yfir til Sacy þar sem nýtt víngerðarhús af fullkomnustu gerð var tekið í notkun.
Líkt og hjá öðrum meðlimum í Club Tresors þá er Fjársjóðsvín Duménil aðeins gert þegar gæði uppskerunnar eru nægilega mikil, líkt og árið 2018. Vínið er gert úr þrúgunum Chardonnay (60%) og Pinot Noir (40%) sem koma af Premier Cru-vínekrum fjölskyldunnar við Chigny les roses, Rilly-la Montagne og Ludes. Eftir fyrra gæðapróf dómnefndar Fjársjóðsklúbbsins var vínið sett á flöskur þar sem það fékk að hvíla í 5 ár áður en það fór í seinna gæðaprófið (sem það stóðst að sjálfsögðu með bravör). Aðeins voru gerðar 2100 flöskur af þessu dásamlega kampavíni.
Sykurmagnið í víninu eru 7 g/L og það flokkast því sem Brut.
Vínið er dásamlegt eitt og sér, og tilvalið að njóta þess um jól eða áramót. Líkt og nær öll kampavín er það þó líka tilvalið með mat og þá leggjum við til að þið prófið það með Foie Gras.
