Copied to clipboard

Vín mánaðarins í ágúst 2025 er Jean Plener Grand Cru Cuvée Réservée Brut

 
 

 

 

Maud Plener, sem heldur um taumana í vínhúsi Jean Plener, er sjöundi ættliður víngerðarmanna í fjölskyldunni.  Vínekrurnar liggja við þorpið Bouzy sem er í suðurhlíðum “fjallsins” sem er á milli Reims og Epernay.  Aðstæður til vínræktar eru með allra besta móti og þorpið Bouzy er eitt af 17 Grand Cru-þorpum í Champagne (vínekrurnar við Bouzy og Ambonnay þykja með þeim allra bestu í Champagne).  Vínekrur Jean Plener ná yfir 5,5 hektara – 70% eru Pinot Noir og 30% Chardonnay.  Þegar vínið er komið á flöskur er það lagt til hvíldar í kjallaranum sem afi Maud gróf undir húsið þeirra.  Í kjallaranum er ávallt 10-12 °C sem er fullkomið til að geyma vínin.  Þó svo að lágmarks geymslutími kampavína eru 15 mánuðir þá eru vínin frá Jean Plener látin liggja í að minnsta kosti 4 ár og þroskast.

Allt víngerðarferlið hjá Jean Plener miðast við sjálfbærni og umhverfisvernd – skordýraeitur eru ekki notuð og súlfíðnotkun er haldið í algjöru lágmarki.

Lúxusvín ágústmánaðar er Grand Cru kampavín frá Jean Plener, gert úr Pinot Noir (70%) og Chardonnay (30%).  Vínið er látið hvíla í 5-6 ár áður en botnfallið er skilið frá og korktappinn settur í.

Sykurmagnið í víninu er 6,4 g/L og það er því Brut.

Þetta vín er ákaflega matarvænt og við mælum með að þið prófið það með kjúklingi í rjómasósu eða grilluðum risarækjum með hvítlauk og chili.

Risarækjur í hvítlauksolíu (Gambas al Ajillo)

Hráefni:

  • 1 kg af risarækjum (hráar)
  • Ólífuolía
  • 4 hvítlauksrif, sneidd í þunnar sneiðar
  • 1 lárviðarlauf
  • Chili-flögur á hnífsoddi
  • Saltflögur (eftir smekk)
  • Nýmalaður svartur pipar (eftir smekk)
  • Þurrt sherry
  • 1/2 Sítróna
  • Lúka af saxaðri steinselju

Aðferð:

 

Hitið olíu á stórri steikarpönnu yfir miðlungshita. Bætið við hvítlauk, lárviðarlaufi og chili-flögum og steikið í 2-3 mínútur. 

 

Bætið þessu næst við risarækjunum, saltinu og piparnum og steikið í ca 4-5 mínútur

 

Í lokin er skvettu af sherry og sítrónusafa bætt við og steinseljunni stráð yfir.

 

Berið fram með t.d.súrsætri sósu, hvítlauks-aioli og snittubrauði.

Njótið með Jean Plener Grand Cru Cuvée Réservée Brut